Jólalestur - Jólabingó fyrir alla!

Læsisteymi minnir á:
Lestur er lyk­il­inn að öllum öðrum lyklum hvað varðar nám og þekk­ing­ar­leit. Lestur gefur okkur einnig mögu­leika á að öðl­ast gleði við að lesa bækur af ýmsum toga. Bók­ar­lestur verður þess vegna mik­il­vægur til að efla færni og þekk­ingu á mörgum svið­um.

Við hvetjum alla til þess að lesa í jólafríinu sínu. Til þess að fá bingó þarft þú að fylla allt spjaldið! Smelltu á spjaldið til þess að prenta það út. 

JólaBingó Grunnskóla Fjallabyggðar er að finna inn á námsvefnum www.namsfjallid.com