Jólatónleikar á Síldarminjasafninu

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar voru boðin á tónleika á vegum Síldarminjasafnsins í gær. Rúmlega tvö hundruð börn ásamt starfsfólki skólans fylltu Bátahúsið og skemmtu sér vel undir söng frá þríeykinu, Eddu, Danna og Herði sem sungu hressileg jólalög. Gaman er að segja frá því að nemendur tóku vel undir enda er mikið  sungið í skólanum og börnin því vel að sér þar. Við í skólanum kunnum starfsfólki safnsins okkar bestu þakkir fyrir góðar móttökur. 

 

Ýttu hér til að sjá myndband frá tónleikunum