- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Þessa vikuna hefur staðið yfir keppni hjá 1.-4.bekk í hádegismatnum.
Nemendur og starfsfólk skólans eru nú að vinna í þriðja þemanu á þessu skólaári út frá grunnþáttum Aðalnámskrá. Búið er að taka þemað út frá Heilbrigði og velferð og svo Læsi. Nú eru þau að vinna í Sjálfbærni. Út frá sjálfbærni eru markmiðin að nemendur skilji að við berum ábyrgð á því að komið verði á sjálfbærni á Jörðinni. Skilningur á eigin vistspori, vistspori samfélaga og þjóða sem stuðlar að sjálfbærri þróun og hófsemi. Við tökum jólin og hátíðir einnig inn í þemað og förum í rannsóknarleiðangur um jólahefðir mismunandi landa.
Aftur að keppninni:
Keppnin snérist um að minnka matarsóun.
Hver bekkur var með sína ruslatunnu sem ritari sá um að vigta eftir hvert hádegi og deildi því niður á fjölda nemenda í bekknum. Gaman er að segja frá því að 3.bekkur bar sigur úr býtum. Matarsóunin minnkaði um 90% og má fylgja með að 3.bekkur henti engum mat þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Til hamingju með þetta allir saman! Allir bekkir stóðu sig ótrúlega vel!
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880