Kiwanismenn færa nemendum hjálma, buff og endurskinsmerki að gjöf

Fyrsti bekkur fékk góða gesti í heimsókn í síðstu viku. Félagar úr Kiwanisklúbbnum í Fjallabyggð komu færandi hendi  með hjólahjálma, buff og endurskinsmerki. Með þeim í för var Sigurbjörn lögregluþjónn sem ræddi um mikilvægi hjálmanotkunar.  Einnig buðu Kiwanismenn  upp á veitingar en nemendur fengu  svala og prins póló.  Takk kærlega fyrir komuna og hjálmana kæru Kiwanisfélagar. Nemendur kvöddu þá með söng.