Laus staða íþróttakennara við skólann

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir stöðu íþróttakennara við skólann.

Um er að ræða 100% stöðuhlutfall við bæði íþrótta- og sundkennslu.

Staðan er laus nú þegar.

Menntunar- og hæfnikröfur:

Íþróttakennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið kennari

Reynsla af kennslu er æskileg.

Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.

Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um tvo umsagnaraðila.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2024.

Grunnskóli Fjallabyggðar er ríflega 220 nemenda skóli með starfsstöðvar í Ólafsfirði og á Siglufirði. 

Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru: Kraftur – Sköpun – Lífsgleði

Upplýsingar veitir Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar í gegnum netfangið asabjork@fjallaskolar.is eða síma 695-9998. Umsóknum skal skila á netfangið asabjork@fjallaskolar.is.