Lausar stöður við Grunnskóla Fjallabyggðar

Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar við Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2019-2020. 
Um er að ræða ótímabundnar ráðningar nema um annað sé samið.

  • Þroskaþjálfi 75% staða. Náms- og starfsráðgjafi 50% staða.
  • Stöður grunnskólakennara. Meðal kennslugreina er hönnun og smíði og almenn kennsla og umsjón á yngsta stigi. 

Upplýsingar veitir Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar í gegnum netfangið erlag@fjallaskolar.is eða síma 865-2030. Umsóknum skal skila á netfangið erlag@fjallaskolar.is.

Grunnskóli Fjallabyggðar er heildstæður grunnskóli með ríflega 200 nemendur og starfsstöðvar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Skólaakstur er milli byggðarkjarna. Í skólanum er Uppbyggingarstefnan höfð að leiðarljósi og unnið gegn einelti skv. Olweusaráætlun. Skólinn er í samstarfi við Tröppu ráðgjöf ehf. um þróun fjölbreyttra kennsluhátta. Nánari upplýsingar um skólann má finna á http://grunnskoli.fjallabyggd.is/

Í Fjallabyggð búa um 2000 íbúar. Nánari upplýsingar um Fjallabyggð er að finna á heimasíðunni www.fjallabyggd.is

Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru: Kraftur - Sköpun - Lífsgleði

Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi.

Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl nk.

Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnaraðila og stuttri kynningu á umsækjanda. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Fjallabyggð áskilur sér rétt til að hætta við ráðningu í einstaka stöðu og auglýsa að nýju.