Lausar stöður við Grunnskóla Fjallabyggðar

Grunnskóli Fjallabyggðar leitar að liðsauka í frábæran hóp starfsmanna skólans. Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi.

Grunnskóli Fjallabyggðar er ríflega 200 nemenda skóli með starfsstöðvar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Nánari upplýsingar um skólann má finna á http://grunnskoli.fjallabyggd.is/ Nánari upplýsingar um Fjallabyggð er að finna á heimasíðunni www.fjallabyggd.is

Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru: Kraftur – Sköpun – Lífsgleði

Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar:

  • Náms- og starfsráðgjafi 50% staða.
  • Kennarastöður: Meðal kennslugreina er hönnun og smíði, textílkennsla, dans, heimilisfræði og almenn kennsla.

 

Ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2022.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi viðkomandi fagfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheiti viðkomandi fagstéttar: kennari eða náms- og starfsráðgjafi
  • Reynsla af kennslu eða viðkomandi fagstarfi í grunnskóla er æskileg
  • Góð kunnátta á notkun tölvu- og stafrænna lausna í skólastarfi
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.

Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ástamt upplýsingum um tvo umsagnaraðila.

Umsóknum skal skila á netfangið erlag@fjallaskolar.is Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda i sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Fjallabyggð áskilur sér rétt til að hætta við ráðningu í einstaka stöðu og/eða auglýsa að nýju.

Upplýsingar um störfin veitir Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar í gegnum netfangið erlag@fjallaskolar.is  eða síma 865-2030.

Umsóknarfrestur er til og með  20. maí 2022