Lesum og lesum

Nú þarf heldur betur að halda vel á spöðunum í apríl og maí og lesa af krafti. Krakkarnir í 2. bekk lesa mikið í skólanum, en öll börn þurfa líka að æfa lestur upphátt heima með foreldrum. Hér  eru börnin ýmist að lesa hvort fyrir annað (félagalestur) eða sjálfstætt þar sem þau koma sér notalega fyrir og lesa í hljóði. Í félagalestrinum lesa tveir rólega hvor fyrir annan eða hratt og taka taka þá tímann.