LIT verkefnið á unglingastigi

Í gær hófst LIT (listir-innblástur-tækni) verkefni á unglingadeild en markmið og tilgangur þess miðar að því að virkja nemendur á skapandi hátt og leita leiða til að efla þá í námi og bæta námsárangur þeirra. Verkefnið felur í sér tengingu við samfélagið í Fjallabyggð þar sem góður hópur fyrirtækja og/eða einstaklinga í starfsemi halda kynningu á starfsemi, starfi og menntun. Nemendur eiga að velja sér tvo áhugaverða kosti af þessum kynningum og fá að heimsækja þá staði og vinna síðan verkefni út frá þessum heimsóknum. Að lokum kynna nemendur verkefnið sitt fyrir bæði samnemendum, kennurum og samstarfsaðilunum.

Í gær fengum við heimsókn frá ýmsum fyrirtækjum og einstaklingum sem komu með frábærar kynningar á starfsemi sinni, menntun og öðrum fróðleik. Eftirfarandi fyrirtæki heimsóttu okkur í gær:

  • Múlatindur
  • Rammi
  • Vélfag
  • Karólína Baldvinsdóttir
  • Primex
  • Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir
  • Siglufjarðar Seigur/ JE vélaverkstæði
  • Skiltagerðin
  • Genis
  • Brynja Baldursdóttir

Í dag urðum við að breyta útaf dagskrá þar sem rútuferðir féllu niður vegna veðurs en á morgun höldum við áfram þar sem frá var horfið og munum heimsækja flesta þá sem komu með kynningar.