- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Átta stúlkur úr 9. og 10.bekk, ásamt Guðrúnu og Gyðu, héldu til Hankasalmi í Finnlandi mánudaginn 5. maí. Þar dvöldu stúlkurnar hjá finnskum nemendum og fjölskyldum þeirra í bænum í Hankasalmi og nágrenni. Þær kynntust finnsku skólastarfi og fjölskyldulífi. Einnig voru sænskir nemendur sem tóku þátt í verkefninu sem var nokkurs konar bókaklúbbur þar sem nemendur höfðu allir lesið bókina Ósýnilega barnið ( sögur af Múmínálfunum) fyrir komuna til Finnlands og unnu svo saman margvísleg verkefni upp úr henni. Virkilega vel heppnuð og lærdómsrík ferð.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880