Nemendur skemmtu sér vel í skólablaki

Skólablak 4. - 6. bekkur
Skólablak 4. - 6. bekkur

Í gær tóku nemendur í 4. - 6. bekk þátt í skólablaki í íþróttahúsinu á Siglufirði. Þetta var mikið hópefli og skemmtun fyrir alla nemendur og voru verkefni við allra hæfi. Blaksamband Íslands, í samstarfi við UMFÍ, ÍSÍ og Evrópska blaksambandið (CEV - Confederation European Volleyball) stóðu fyrir þessum viðburði. Þetta tókst virkilega vel  og skemmtu allir sér konunglega eins og sjá má á eftirfarandi myndum: