Nú hafa rýmri sóttvarnarreglur tekið gildi

Nú hafa rýmri sóttvarnarreglur tekið gildi í landinu og það á við um skólana líka. Því léttir á eftirfarandi hjá okkur í Grunnskóla Fjallabyggðar

  • Nemendur í 6.-10. bekk þurfa ekki lengur að vera með grímu í skólabílnum
  • Hólfaskipting í húsunum fellur niður, þ.e. hvort skólahús verður eitt sóttvarnarhólf

Við hvetjum nemendur og starfsmenn að sjálfsögðu til að halda áfram að sinna persónulegum sóttvörnum og innan skólans gildir 1 metra regla meðal fullorðinna.

Kv. Stjórnendur