Nýtt merki

Rétt í þessu lauk afhendingu viðurkenninga fyrir merki Grunnskóla Fjallabyggðar. Eins og flestir muna var boðað til samkeppni s.l. vor á vegum fræðslu- og menningarnefndar Fjallabyggðar.  Tvær hugmyndir voru valdar og þeim steypt saman í eitt merki. Höfundar eru þau Hákon Leó Hilmarsson 8. bekk og Andrea Sif Hilmarsdóttir en hún er fyrrum nemandi Grunnskóla Ólafsfjarðar.