Ólympíuhlaup ÍSÍ 2021 - Frábær árangur hjá nemendum 1.-10. bekkjar

Nemendur 1.-10. bekkjar tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í gær. Nemendur 1.-5. bekkjar fóru 1,5 km hring og samtals hlupu þeir 178 hringi eða 267 km. Nemendur 6.-10. bekkjar hlupu áheitahlaup til styrktar tveimur skólabræðrum sínum og hringurinn sem þeir fóru var 2,5 km langur. Langflestir fóru fjóra hringi eða 10 km og samtals hlupu þeir 720 km. Frábær árangur. 

Mikil gleði ríkti  þennan dag, tónlist spiluð á nokkrum stöðum í brautinni og Kjörbúðin bauð nemendum upp á drykki og orkubita. 

 

Fleiri myndir hér!