Ólympíuhlaup ÍSÍ

Á morgun fer fram Ólympíuhlaup ÍSÍ og hafa nemendur verið duglegir að safna áheitum fyrir Sigurbogann, styrktarfélag Sigurbjörns Boga Halldórssonar. Hlaupið hefst um klukkan 12:15 frá skólahúsinu við Tjarnarstíg og má sjá hlaupaleiðina hér í viðhengi. Við hvetjum að sjálfsögðu þá sem verða í bænum á þessum tíma að hvetja krakkana áfram ef þið verðið þeirra vör.