Ólympíuhlaup ÍSÍ 2022

Frábæru nemendurnir okkar hér í Grunnskóla Fjallabyggðar hafa allir lokið við að hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ þetta árið.

Í síðustu viku hlupu nemendur 1. - 5. bekkjar á Siglufirði samtals 254 km, veðrið hefði að vísu mátt vera betra, súld og þoka en börnin létu það ekki stoppa sig og stóðu sig mjög vel. Sjá myndir frá deginum hér (1. - 5. bekkur)

Nemendur 6. - 10. bekkjar hlupu svo í gær, mánudag, um götur Ólafsfjarðar og eins og síðustu ár þá var um áheitahlaup, til styrktar góðum málefnum í Fjallabyggð, að ræða. Gott veður var, sól og hauststilla. Langflestir nemendur hlupu fjóra hringi eða 10 km. Samtals hlupu nemendur við Tjarnarstíg 715 km. Mikil gleði var í hlaupinu, tónlist spiluð á nokkrum stöðum í brautinni og Kjörbúðin bauð nemendum upp á drykki og orkubita. Sjá myndir frá deginum hér (6. - 10. bekkur)