- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Starfsfólk og nemendur unglingastigs í Grunnskóla Fjallabyggðar er þakklátt fyrir þá velvild sem hefur verið í þeirra garð en eins og fólki er kannski kunnugt um þá bauð Róbert Guðfinnsson hús sín undir skólastarf þegar sóttvarnarreglur voru hertar núna í byrjun nóvember.
Á Rauðkutorgi hafa nemendur setið sáttir og glaðir með þá aðstöðu sem þeir hafa haft og kunna Róberti bestu þakkir fyrir. Þann 10. desember, bauð Róbert og starfsfólk hans nemendum í pizzaveislu sem mæltist vel fyrir því það hefur ekki endilega verið auðvelt að vera svona einangruð eins og hóparnir hafa verið og geta ekki verið öðruvísi en með grímur í spjalli við bekkjarfélaga og halda fjarlægðarmörkum.
Þann 10.des var einmitt létt á grímuskyldu og fjarlægðarmörkum þeirra á milli en þó héldust takmarkanir með hópaskiptingu áfram.
Hér eru myndir frá pizzuveislunni og hér er einnig kveðja til Róberts frá Grýlu, Leppalúða og jólasveinunum.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880