Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar færði skólanum veglega gjöf

Í dag fengum við góða gesti til okkar í skólahúsið við Tjarnarstíg. Nokkrir félagar úr  Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar komu færandi hendi með veglega gjöf til skólans. Þeir færðu skólanum  8 Sphero bolta sem sannarlega munu koma sér vel í tölvu og upplýsingakennslu.

Sphero Sprk+ er lítill, kvikur og skemmtilegur þjarkur sem ekur um inni í kúluskel. Honum má stýra með fjarstýringu eða með því að skrifa forrit og senda það yfir á þjarkinn.

Rótarýfélagar sögðu frá starfi klúbbsins og með þessari gjöf vildu þeir vekja athygli á störfum sínum og þeim verkefnum sem þeir vinna. Einnig töluðu þeir um þær gjafir og styrki sem þeir deila út sem við njótum nú góðs af.

Þessi gjöf er góð viðbót í tækni og upplýsingakennslu skólans og kunnum við Rótarýfélögum okkar bestu þakkir fyrir. 

Svavar Berg, félagi í Rótarýklúbbnum tók myndir sem fylgja hér.