Saga Guðmunda hlaut viðurkenningu í Andvara unga fólksins

 

Í haust efndi skrifstofa Alþingis til ljóða- og teiknisamkeppni, Andvari unga fólksins, fyrir nemendur í 5. bekk grunnskóla. Tilefnið var 150 ára afmæli Hins íslenska þjóðvinafélags sem upphaflega var stofnað af nokkrum alþingismönnum.

Þema keppninnar voru náttúruvísindi og barst fjöldinn allur af fallegum verkum. Í dómnefnd sátu Gerður Kristný rithöfundur og Rán Flygenring myndskreytir. Sex nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar og er gaman að segja frá því að nemandi okkar hún Saga Guðmunda Elvarsdóttir var ein af þeim sem hlaut viðurkenningu fyrir ljóð sitt  Þetta er samt sérstakur foss og má sjá ljóðið hér fyrir neðan:

Þetta er samt sérstakur foss

Blár, grænn, gulur,

hvaða litur sem er.

Þetta er samt sérstakur foss.

100 ára, 50 ára eða 10 ára,

hvaða aldur sem er.

Þetta er samt sérstakur foss.

Í kletti, við sjó, í fjalli,

á hvaða stað sem er.

Þetta er samt sérstakur foss.

Lítill, stór, miðlungs,

hvaða stærð sem er.

Þetta er samt sérstakur foss.

Höfundur: Saga Guðmunda Elvarsdóttir 5. bekkur Grunnskóli Fjallabyggðar

 

 

Öll verkin sem send voru í keppnina hafa verið sett upp á rafræna listasýningu sem hægt er að skoða á þessari slóð: https://youtu.be/6FtyJQ_uIdI