Samstarf Síldarminjasafnsins og Grunnskóla Fjallabyggðar

Ljósmynd: Gunnlaugur Guðleifsson
Ljósmynd: Gunnlaugur Guðleifsson

Í vetur hafa nemendur í 5.bekk og valhópur nemenda í 8.-10.bekk sótt námskeið á Síldarminjasafninu einu sinni í viku hverri. Þessir tímar eru fastir á stundaskrá þessara hópa og er þetta samstarf hugsað til þess að nemendur fái innsýn í grunnstoðir safnastarfs sem felst í  söfnun , varðveislu, skráningu, rannsóknum, miðlun og fleiru sem fellur til í starfi á safni. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og mun halda áfram út skólaárið.

Eitt að verkefnum vetrarins var að rannsaka sögu hrekkjavökunnar og var þá hugmyndin sú að nemendur 5.bekkjar skipulegðu uppákomu á safninu og nemendum yngri deildar yrði boðið að koma í heimsókn. Einnig ætlaði valhópurinn að bjóða eldri nemendum að koma og upplifa hrekkjavöku stemningu sem þau voru búin að undirbúa. Hugsunin hafði einnig verið sú að bæjarbúum yrði boðið að koma og njóta en því varð ekki komið við þar sem að til hertra aðgerða kom varðandi sóttvarnarreglur sama daginn og þetta átti að verða.

Einungis urðu það yngri nemendur, kennarar og stuðningsfulltrúar sem náðu að upplifa skemmtilegheitin með 5.bekk en búið var að breyta einu safnahúsanna í draugahús. Nemendur 5.bekkjar stóðu sig frábærlega og þetta varð hin mesta skemmtun. Stefnt er að því að halda viðburinn fyrir 6.-10. bekk þegar við getum aftur tekið upp venjulegt skólastarf án hafta.

Smelltu HÉR til þess að sjá myndbandið

Á Facebook síðu Síldarminjasafnsins má lesa frétt um þetta samstarf og sjá myndir.

Grunnskóli Fjallabyggðar þakkar starfsmönnum safnsins fyrir þeirra framlag til skólastarfs í Fjallabyggð.