Sigurlaug og Tinna keppa í Stóru upplestrarkeppninni

Sigurlaug Sturludóttir, Sigurlaug Guðjónsdóttir umsjónarkennari og Tinna Hjaltadóttir
Sigurlaug Sturludóttir, Sigurlaug Guðjónsdóttir umsjónarkennari og Tinna Hjaltadóttir

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin hér í skólanum í gær 5. apríl. Þar tóku nemendur 7. bekkjar þátt með vönduðum upplestri á bæði textum og ljóðum. Allir nemendur bekkjarins hafa æft upplestur í vetur og hluti þeirra tók þátt í keppninni. Þriggja manna dómnefnd skipuð þeim Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur, Sigríði Guðmundsdóttur og Lindu Leu Bogadóttur valdi síðan tvo fulltrúa til að taka þátt í lokakeppninni sem fer fram í Bergi á Dalvík 27.apríl næstkomandi. Það voru þær Sigurlaug Sturludóttir og Tinna Hjaltadóttir sem voru valdar og óskum við þeim til hamingju með árangurinn. Myndir frá keppninni má sjá hér.