Skólaakstur fellur niður í dag - kennt samkvæmt óveðursskipulagi

Skólaakstur fellur niður í dag vegna veðurs. Kennt verður samkvæmt óveðursskipulagi og mæta nemendur á starfsstöð í sinni heimabyggð. Skólastarf hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 13:30 – lengd viðvera  tekur við fyrir þá sem þar eru skráðir til kl. 16.00

Það er alltaf á höndum foreldra að meta hvort barn þess á erindi út í veðrið eða er heima en þá biðjum við foreldra um að tilkynna það til skólans í síma 4649150 eða póstfang skólaritara ritari@fjallaskolar.is

Við minnum á að nemendur unglingastigs hafa tækifæri til að vinna samkvæmt óveðursskipulagi á google-classroom eða í námsefni sínu samkvæmt áætlun.