Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar

Ágætu nemendur og foreldrar barna í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Við vonum að þið hafið átt gott sumar og við bjóðum ykkur velkomin til starfa á nýju skólaári.

Skólasetning skólaársins verður með óhefðbundnu sniði þetta haustið en við bjóðum nemendum að koma í skólann í sínum bæjarkjarna og hitta umsjónakennara sinn í nemendaviðtali. Ekki er gert ráð fyrir að foreldri komi með nemendum nema e.t.v. nemendum í yngstu árgöngunum. Við biðjum þá foreldra að bera grímu hér í skólanum.

Opnað hefur verið fyrir viðtalstíma í mentor sem við biðjum ykkur að bóka fyrir nemendur.  Nemendur búsettir á Siglufirði bóka viðtal mánudaginn 23. ágúst við Norðurgötu og nemendur búsettir í Ólafsfirði bóka viðtal þriðjudaginn 24. ágúst við Tjarnarstíg.

Nemendur 1.bekkjar eru boðaðir sérstaklega með tölvupósti frá kennara.

Við hefjum skólastarfið á svipuðum nótum og við lukum því, þ.e. með nokkuð hefðbundnum hætti þar sem grunnskólabörn eru undanþegin fjöldatakmörkunum og nándarreglum og blöndun hópa heimil.

Við hvetjum alla til að sýna fyllstu varkárni og gæta að sóttvörnum. Ef foreldrar þurfa að koma í skólastofnunina hvetjum við þá til að gera boð á undan sér og bera grímu.