Skólastarf fellur niður

Frá og með morgundeginum fellur allt starf Grunnskóla Fjallabyggðar niður vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Lokunin gildir fram yfir páskafrí og munum við senda frá okkur póst varðandi framhald skólastarfs þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Við hvetjum alla til að fara varlega og huga að persónulegum sóttvörnum í páskafríinu.

Gleðilega páska.

Starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar.