Söng- og hæfileikakeppni

Þann 10. febrúar verður söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg. Þar geta nemendur komið og sýnt hvað í þeim býr, hvort sem er að syngja einir eða í hóp og eða sýna hæfileika sýna á annan hátt. Þeir sem ætla að taka þátt eru beðnir um að skrá sig hjá umsjónarkennara ekki seinna en 28. janúar. Sérstakur lagalisti er fyrir nemendur á yngra stigi, hann má sjá hjá umsjónarkennara. Hver nemandi getur aðeins tekið þátt í einu atriði.