Stelpur og tækni

S.l þriðjudag komu saman í Háskólanum á Akureyri 230 stelpur í 9. bekk af Norðurlandi. Tilefnið var að fræðast um tækni og möguleika sem tækninám býður uppá. Dagurinn var hluti af Stelpum og tækni verkefninu sem stýrt er af Háskólanum í Reykjavík.  Stelpurnar í 9. bekk í GF fóru og kynntu sér það sem í boði var. 

Um Stelpur og tækni 
„Háskólinn í Reykjavík hvetur konur til náms í tæknigreinum og liður í því er verkefnið Stelpur og tækni, þar sem stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla er boðið í HR og HA og tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Að verkefninu stendur Háskólinn í Reykjavík ásamt Ský og Samtökum iðnaðarins. Stelpur og tækni dagurinn á Akureyri er haldinn í samstarfi við HA." https://www.ru.is/atvinnulif/grunnskolar/stelpur-og-taekni/