Stíll fer fram í dag!

Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema.

Markmið Stíls eru að:

Hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika. Vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna. Einnig að unga fólkið komist í kynni við fleiri sem hafa áhuga á sama sviði.

Stelpurnar okkar frá Grunnskóla Fjallabyggðar þær Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir eru mættar að gera sig klárar fyrir keppnina.

Hægt er að fylgjast með streyminu hér, kl 15:30 https://www.facebook.com/samfes/