Stóra upplestrarkeppnin

Í gær fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Hátíðin var haldin í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri. Þær Hanna Valdís Hólmarsdóttir og Katrín Hugljúf Ómarsdóttir tóku þátt fyrir hönd skólans og stóðu sig báðar mjög vel og voru skólanum til sóma. Svo fór að Hanna Valdís lenti í þriðja sæti keppninnar. Við óskum henni til hamingju með árangurinn og þeim báðum fyrir glæsilega frammistöðu.