Kærleiksríkir nemendur - styrkur afhentur

Katrín Una, Sigurbjörn Bogi og Noah
Katrín Una, Sigurbjörn Bogi og Noah

Fyrir tæpum mánuði hlupu nemendur Ólympíuhlaup ÍSÍ og sl. þriðjudag var komið að því að afhenda styrki sem söfnuðust með áheitum í hlaupinu. Nemendur hlupu samtals 715 kílómetra og söfnuðu  888.750 sem skiptust milli þriggja verðugra málefna hér í Fjallabyggð. Helmingur upphæðarinnar rann í styrktarsjóð fyrir fjölskyldu Elvíru Maríu Sigurðardóttur og hinn helmingurinn skiptist á milli þeirra Sigurbjörns Boga Halldórssonar og Noah Maricato Lopes.

Sigurbjörn og Noah komu til að veita styrknum viðtöku ásamt Katrínu Unu systur Elvíru sem tók á móti styrknum fyrir hönd fjölskyldunnar. Styrkþegarnir buðu síðan nemendum upp á kökur í eftirrétt í hádeginu.

Sjá fleiri myndir frá afhendingunni hér fyrir neðan: