Úrslit Ljóðaflóðs 2022

Úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóð 2022, liggja nú fyrir. Menntamálastofnun, í samstarfi við Krakkarúv, efndi til keppninnar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í keppninni var ljóðformið frjálst og ánægjulegt að sjá hversu fjölbreytt og vönduð ljóð bárust. 

Nemendur sömdu bæði bundin og óbundin ljóð, hækur og myndljóð en alls bárust 302 ljóð frá 28 skólum víðs vegar að af landinu. Frá yngsta stigi bárust 54 ljóð, 167 frá miðstigi og 81  ljóð frá unglingastigi.

Þriggja manna dómnefnd lagði mat á ljóðin en í henni sat Dagur Hjartarson ljóðskáld ásamt ritstjórum hjá Menntamálastofnun, Elínu Lilju Jónasdóttur og Sigríði Wöhler. Nemendum á hverju stigi voru veitt bókaverðlaun og viðurkenningarskjal fyrir besta ljóðið en vinningshafarnir þetta árið komu frá Hofstaðaskóla, Norðlingaskóla og Stapaskóla.

Menntamálastofnun birti fleiri ljóð sem voru á meðal þeirra bestu og þar áttum við nokkra fulltrúa bæði á yngsta og elsta stigi. Við í Grunnskóla Fjallabyggðar viljum óska nemendum okkar til hamingju. Hér koma ljóðin sem voru birt: