- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Miðvikudaginn 6. september var haldinn útivistardagur hjá 6. - 10. bekk í blíðskaparveðri. Nemendur 6. og 7. bekkjar gengu frá skólanum við Tjarnarstíg upp í Skeggjabrekkudal þar sem þeir sprikluðu í ánni, tíndu ber eða höfðu það notalegt í náttúrunni. Að göngu lokinni borðuðu nemendur í matsal skólans og skelltu sér svo í sund.
Nemendur 8. - 10. bekkjar gengu ýmist Siglufjarðarskarð, frá Fljótum og yfir í Siglufjörð, eða út að Evanger rústum. Þá voru nokkrir sem spókuðu sig um í Skógræktinni. Nemendur voru ánægðir með göngu dagsins og fannst gangan passlega löng.
Þriðjudaginn 12. september var haldinn útivistardagur hjá 1. - 5. bekk í blíðskaparveðri og voru allir með nesti í bakpoka. Nemendur 1. og 2. bekkjar fóru að Bakkatjörn og bjuggu til stíflur í læknum og ýmislegt annað áhugavert. Nemendur 3. bekkjar fóru í Skógræktina og unnu verkefni sem fjallaði um það hvað hægt er að finna í náttúrunni. Nemendur 4. bekkjar gengu snjóflóðagarðana og einhverjir fóru alla leið upp í Hvanneyrarskál. Nemendur 5. bekkjar fóru í Skútudalinn og gengu upp að fossi.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880