Frístund

                                                                                                                                                Sjá Lengda viðveru hér

Nemendum í 1.-4. bekk er gefinn kostur á frístundastarfi strax að loknum skólatíma kl. 13:35 - 14:35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög, danskennara, grunnskólann  og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundastarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót á eftir.

Nú á haustönn 2021 er boðið upp á fjölbreyttar íþróttir eða knattspyrnu, badminton, blak, skíði (þrek og liðleiki og íþróttaskóla á vegum Glóa. Þeir nemendur sem velja íþróttaæfingar greiða æfingagjöld til íþróttafélaga. 

Fjallabyggð býður nemendum (endurgjaldslaust) upp á jazzdans, sund, Hringekju og bland í poka með Birgittu.

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga býður nemendum (endurgjaldslaust) upp á kórstarf og Bílskúrsbandið. Nemendur geta einnig nýtt þennan tíma í tónlistarnám séu þeir nemendur í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.

 

 

Fjallabyggð mun annast ferðir nemenda vegna Frístundar, milli skólahúss og íþróttahúss. 

 

Ef breyta þarf skráningu er hægt að hafa samband við Hólmfríði skólaritara í síma 464 9150 eða gegnum netfangið ritari@fjallaskolar.is 

 

Einnig veita Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri  erlag@fjallaskolar.is og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála rikey@fjallabyggd.is upplýsingar ef þörf er á.