Viðbragðsáætlun

Smelltu HÉR til þess að lesa áætlunina

Viðbragðsáætlun þessi segir fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í Grunnskóla Fjallabyggðar  í samræmi við áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu.  

Markmið viðbragðsáætlana skóla eru að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð allra skólastofnana sem og starfsmanna þeirra þegar til inflúensufaraldurs kemur.

Við gerð áætlunarinnar er meðal annars  stuðst við lög um almannavarnir nr. 82/2008 og lög um sóttvarnir nr. 19/1997.

Áætlunin er í samræmi við Landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu.

Viðbragðsáætlanir skóla hafa samræmda uppbyggingu. Kaflar 2, 3, 4 og 7 eru sameiginlegir og geyma almennar upplýsingar frá  menntamálaráðuneyti, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnalæknis. Aðra kafla semja skólarnir sjálfir og mynda þeir hina eiginlegu viðbragðsáætlun hvers skóla.

Ábyrgð á áætlun þessari er í höndum skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.  Áætlunin verður endurskoðuð á a.m.k. fimm ára fresti, en yfirfarin árlega t.d. hvað varðar boðleiðir, gátlista og starfssvæði skóla.  Ef miklar breytingar verða á starfsemi skólans verður áætlunin þegar í stað endurskoðuð.