07.01.2012
Á næstu vikum verða foreldrafundir í ölllum bekkjum samkvæmt skóladagatali. Hægt er að sjá áætlaðar dagsetningarnar
hér til hliðar á dagatalinu eða á skóladagatalinu sem er undir ýmis skjöl. Umsjónarkennarar munu setja niður tímasetningar og senda
nánari upplýsingar um það heim þegar að því kemur.
Lesa meira
03.01.2012
Á morgun miðvikudag hefst skóli á nýjan leik samkvæmt stundatöflu.
Einhverjar breytingar hafa verið gerðar á rútuáætlun og má sjá eftirfarandi frétt á heimasíðu Fjallabyggðar.
Þar sem áætlunarakstur frá Siglufirði til akureyrar er væntanlegur og breytinga er að vænta varðandi frístundaakstur verður aðeins
gefin út aksturstafla fyrir fyrstu tvær vikurnar árið 2012, töfluna má finna hér.
Lesa meira
21.12.2011
Jólakveðja!
Við óskum íbúum og fyrirtækjum í Fjallabyggð
gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Bestu þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Grunnskóli Fjallabyggðar
Lesa meira
19.12.2011
Ein af vinsælustu smiðjunum hjá 9. og 10. bekk síðustu vikurnar fyrir jólafrí var piparkökuhúsasmiðjan. Í smiðjunni voru 20
nemendur, var þeim skipt í sjö hópa og kepptu hóparnir sín á milli að hanna og baka fallegasta piparkökuhúsið.
Lesa meira
14.12.2011
Á morgun fimmtudaginn 15. desember kemur óvæntur gestur í heimsókn. Mugison ætlar að halda tónleika í
Siglufjarðarkirkju sérstaklega fyrir grunnskólabörn í Fjallabyggð. Tónleikarnir verða klukkan 13:00.
Skipulagið verður eftirfarandi:
Unglingadeild (8.-10. bekkur) - kennslu lýkur 12:50 til þess að nemendur geti sótt tónleikana.
Siglufjörður (5.-7. bekkur) - kennslu lýkur 12:50 til þess að nemendur geti sótt tónleikana.
Ólafsfjörður (5.-7. bekkur) - nemendur geta tekið rútuna 12:30 yfir á Siglufjörð og heim aftur að loknum tónleikum.
Yngri deildir
Siglufjörður - (1.-4. bekkur) - foreldrar eiga kost á að sækja börn sín kl: 12:45 og fara með þau á tónleikana, annars er
hefðbundin kennsla til 13:00
Ólafsfjörður (1.-4. bekkur) - foreldrar eiga kost á að sækja börn sín 12:30 og fara með þau á tónleikana, annars er hefðbundin
kennsla til 13:00.
Tekið skal fram að tónleikar Mugisons eru á hans eigin vegum og að frítt er á tónleikana. Skólinn er með þessu skipulagi að
leggja sitt að mörkum til að nemendur komist ef áhugi er fyrir hendi.
Foreldrum er velkomið að mæta á tónleikana.
Lesa meira
09.12.2011
Á dögunum sýndu fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Neon samnemendum sínum kjólinn sem þær hönnuðu fyrir Stíl
en Stíll er keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá
ákveðnu þema.
Lesa meira
07.12.2011
Í dag var brugðið út frá hefðbundinni kennslu og var dagurinn
helgaður vinnu gegn einelti. Þar unnu nemendur með ýmis hugtök sem tengjast því hvernig við eigum að koma fram við hvort annað, hvað við
getum gert til að öðrum líði vel og öllum líði sem best.
Lesa meira
05.12.2011
Í dag og á morgun býðst foreldrahópum í 1.-7. bekk að nýta sér aðstöðu skólans til að koma saman með
börnum sínum og eiga góða stund. Margir eru að nýta sér þetta og ætla að koma og föndra eitthvað skemmtilegt fyrir
jólin.
1.-4. bekkur í dag
Ólafsfirði kl: 17:00
Siglufirði kl: 18:00
5.-7. bekkur á morgun
Ólafsfirði kl: 17:00
Siglufirði kl: 18:00
Lesa meira
29.11.2011
Nú á dögunum færði slysavarnarfélagið nemendum í 1.-7. bekk fígúruendurskinsmerki að gjöf og færum við þeim
þakkir fyrir það. Hvetjum við nemendur til að gera sig sýnilega í myrkrinu og nota endurskinsmerki.
Lesa meira
23.11.2011
Vegna útfarar Elvu Ýrar Óskarsdóttur föstudaginn 25. nóvember kl. 10.30 í Siglufjarðarkirkju,
fellur allt skólahald í Fjallabyggð niður þann dag. Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar verða auk þess lokaðar sem og
félagsmiðstöðin Neon.
Aðrar stofnanir bæjarfélagsins verða opnar eftir kl. 14.00.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.
Lesa meira