03.06.2011
Í morgun komu saman nemendur og kennarar frá öllum deildum og gerðu sér glaðan dag fram á Hóli. Farið var í Rúgbý, fallin
spýta, veiðimannaleik, golf, hafnarbolta, stultugöngu, þrautabraut um skóræktina og ýmislegt fleira. Í hádeginu var síðan tekið
hlé frá leikjunum og grillað pylsur fyrir mannskapinn. Myndir frá deginum eru komnar inn í albúmið.
Það sem framundan er:
Sunnudaginn 5. júní Skólasýning nemenda á Ólafsfirði frá 12:00- 14:00
Mánudaginn 6. júní Vinnudagur kennara og frí hjá nemendum.
Þriðjudaginn 7. júní Skólaslit
Lesa meira
05.06.2011
Næstkomandi sunnudag 5. júní, kl. 12.00 – 14.00,
verður haldin sýning á verkum nemenda í yngri deild Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði. Sýningin verður haldin í
skólahúsinu við Tjarnarstíg.
Allir velkomnir
Skólastjóri
Lesa meira
31.05.2011
Það var mikið líf og fjör og margt um manninn á stórsýningardegi skólans á Siglufirði. Þar sýndu nemendur eldri deildar
skólans og yngri deildarinnar á Siglufirði afrakstur vetrarins.
Lesa meira
28.05.2011
Næstkomandi laugardag 28. maí, kl. 11.00 – 14.00, verður haldin sýning
á verkum nemenda Grunnskóla Fjallabyggðar í skólahúsinu við Norðurgötu. Á sýningunni má sjá verk eftir nemendur
í yngri deild Siglufirði og eldri deild skólans.
Önnur sýning verður á Sjómannadag á verkum nemenda í
yngri deild Ólafsfirði. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira
20.05.2011
Nú er starfsáætlun skólans komin á vefinn og má nálgast hana hér
Lesa meira
13.05.2011
Foreldrafélag Grunnskóla
Fjallabyggðar var stofnað í gær fimmtudaginn 12. maí. Fundurinn var haldinn í skólahúsinu Ólafsfirði og sóttu hann
tíu manns. Eftirtaldir foreldrar voru kosnir í stjórn: Auður Eggertsdóttir, Rut Viðarsdóttir , Hrönn Gylfadóttir,
Kristján Hauksson, Berglind Ýr Birkisdóttir og Gunnar Smári Helgason sem jafnframt var kosinn formaður félagsins. Er foreldrum barna í
skólanum hér með óskað til hamingju með nýtt foreldrafélag.
Lesa meira
11.05.2011
Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar verður stofnað n.k. fimmtudag 12. maí. Fundurinn verður haldinn í skólahúsinu
Ólafsfirði og hefst kl. 18. Eftirtaldir foreldrar gefa kost á sér í stjórn: Auður Eggertsdóttir, Gunnar Smári Helgason, Hrönn
Gylfadóttir, Kristján Hauksson, Ólöf Ásta Salmannsdóttir og Rut Viðarsdóttir.
Dagskrá fundarins:
§ Kosning fundarstjóra og fundarritara
§ Lög Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar kynnt og borin upp til samþykktar
§ Kosning formanns foreldrafélags og annarra stjórnarmanna
§ Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
§ Önnur mál
Lesa meira
07.05.2011
Föstudaginn 6. maí var haldin hreystidagur í Ólafsfirði. Nemendur fóru í Tarsanleik í salnum, boðhlaup í sundlauginni,
tímatöku í vatnsrennibrautinni og ratleik um skólalóðina. Dagurinn tókst vel í alla staði enda veðrið gott og nemendur duglegir að
taka þátt í því sem boðið var uppá. Nokkrar myndir af deginum eru komnar inn hér.
Lesa meira
03.05.2011
Síðastliðin þriðjudag kom Bernds Ogrodniks í heimsókn til okkar með nýja íslenska leikverkið Gilitrutt eftir
þjóðsögunni um skessuna ógurlegu og bóndakonuna sem vildi sleppa auðveldlega frá skyldum sínum og ábyrgð. Það voru nemendur
í 1. - 6. bekk sem sáu sýninguna við góðan fögnuð.
Sýningin um Gilitrutt er fjölskyldusýning og er leikverkið mikið sjónarspil. Bernd segir að þessi sýning sé ástaróður sinn
til Íslands og má sjá það meðal annars á því stórkostlega listaverki sem leikmyndin er en hún er öll unnin úr
þæfðri ull. Einnig eru brúðurnar og annað í verkinu unnið af miklu listfengi.
Lesa meira
28.04.2011
Það var 11 manna hópur sem lagði af stað úr Fjallabyggð seinni
part mánudagsins 4. apríl, ferðinni var heitið austur í Kelduhverfi. Þar átti að veiða í
Litluá, daginn eftir. Hópurinn samanstóð af níu drengjum í 9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar, einum
kennara og föður eins drengjanna. Þessir drengir höfðu verið í fluguhnýtinga vali í skólanum
í vetur og hnýtt nokkrar eigin flugur. Aðeins einn drengjanna hafði áður veitt á
flugustöng.
Lesa meira