02.09.2011
Foreldrafundir hefjast í næstu viku. Fundir verða boðaðir af umsjónarkennurum í gegnum
MENTOR
o Mánudag 10. bekk
o Þriðjudag 9. bekk
o Miðvikudag 8. bekk
o Fimmtudag 7. bekk
Lesa meira
07.09.2011
Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann-verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs
vegar um heim. Ísland tekur nú þátt í fimmta skipti en bakhjarlar Göngum í skólann-verkefnisins eru Íþrótta- og
Ólympíusamband Íslands , Umferðarstofa, Ríkislögreglustjórinn, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Slysavarnafélagið
Landsbjörg, Landlæknisembættið og Heimili og skóli.
Lesa meira
31.08.2011
Nemendur við skólann eru 257 nú í upphafi skólaárs og er það nokkur fækkun frá því á
síðasta skólaári, en þá voru þeir 272. Helgast sú fækkun aðallega af því að stór
árgangur útskrifaðist úr 10. bekk í vor en aðeins 17 nemendur hófu nám í 1. bekk nú á dögunum.
Lesa meira
28.08.2011
Áætlun skólabíls hefur verið endurbætt og má sjá hana hér. Vakin
er athygli á því að skólabíllinn fer frá Ólafsfirði 7.35 frá og með n.k. mánudegi.
Lesa meira
24.08.2011
Rútuáætlun fyrir veturinn má sjá hér
Lesa meira
19.08.2011
Í vetur verður nemendum í 1., 2. og 3. bekk boðið upp á lengda viðveru eftir að
skóladegi lýkur. Lengd viðvera er staðsett í skólahúsum yngri deildanna þ.e. við Tjarnarstíg í Ólafsfirði og
Norðurgötu á Siglufirði. Sjá upplýsingar um lengda viðveru í starfsáætlun skólans á vefsíðunni http://grunnskoli.fjallabyggd.is/is/forsida
Skráning fer fram hjá skólaritara í síma 464-9150 eða með
tölvupósti í gegnum netfangið helga@fjallaskolar.is Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 19. ágúst n.k. Starfið hefst fimmtudaginn
25. ágúst að loknum skóladegi.
Lesa meira
24.08.2011
Skólasetning miðvikudag, nemendur mæta hjá
umsjónarkennara:
o Unglingadeild við Hlíðarveg kl.
10
o Yngri deild við Norðurgötu kl.
11
o Yngri deild Tjarnarstíg kl.
13
Rúta fer frá Ólafsfirði kl: 09:30
Rútuáætlun fyrir veturinn verður sett hér inn fyrir
fimmtudaginn.
Lesa meira
29.06.2011
Innkaupalistar fyrir skólaárið 2011-2012 eru nú komnir inn og má sjá þá hér
Lesa meira
08.06.2011
Mynd
fengin af sksiglo.is
Þá er fyrsta starfsári Grunnskóla
Fjallabyggðar lokið. Skólaslit voru haldið við hátíðlega athöfn á þremur stöðum. Yngra stiginu var slitið í
Íþróttahúsinu á Ólafsfirði og við Norðurgötuna á Siglufirði. Skólaslit unglingadeildarinnar fór fram
í Siglurfjarðakirkju og var jafnframt útskrifaða 31 nemendur úr 10. bekk.
Eftirtaldir nemendur í 10. bekk hlutu viðurkenningar fyrir góðan
námsárangur:
Lísa Margrét Gunnarsdóttir fyrir ensku og íslensku og dönsku.
Þórður Mar Árnason fyrir myndmennt.
Helga Guðrún Sigurgeirsdóttir fyrir sögu.
Hildur Örlygsdóttir fyrir dönsku.
Hrafni Örlygssyni fyrir náttúrufræði.
Arndís Lilja Jónsdóttir, Hrafn Örlygsson, Torfi Sigurðsson og
Þorfinna Ellen Þrastardóttir fyrir stærðfræði
Katrín Elva Ásgeirsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestu
framfarir í námi
Kennarar og starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar óskar 10. bekk til hamingju með
útskriftina og velfarnaðar í framtíðinni.
Myndir af skólaslitum komnar á vef skólans einnig er að sjá myndir af slitunum á
:
625.is
SKSiglo.is
Siglfirdingur.is
Lesa meira
06.06.2011
Kl. 11.00
Skólaslit fyrir 1.-6. bekk við Tjarnarstíg fara
fram í íþróttahúsinu Ólafsfirði
Kl. 13.00
Skólaslit fyrir 1.-6. bekk við Norðurgötu
fara fram í íþróttasalnum Norðurgötu
Kl. 18.00
Skólaslit unglingadeildar fara fram í
Siglufjarðarkirkju. Þar fer fram útskrift nemenda og afhending einkunna 7., 8. og 9. bekkinga.
Skólarútan fer frá
íþróttahúsinu Ólafsfirði kl. 17.40 og til baka að athöfn lokinni eða um klukkan 19.
Lesa meira