02.06.2014
1. og 2. bekkur í vinnu á planinu.
Lesa meira
02.06.2014
Í morgun fór fram gífurlega spennandi keppni við Tjarnarstíg milli kennara og nemenda í 7. bekk. Keppt var í
bandý/fótbolta og eftir strangan og ótrúlega jafnan leik vann 7. bekkur leikinn með naumlegum mun. 8-4
Á morgun þriðjudag er síðasti skóladagurinn á skólaárinu. Hreystiteymi er búið
að skipuleggja metnaðarfulla dagskrá sem mun fara fram við Tjarnarstíg.
Síðasti akstursdagur skólabíls skv áætlun er í dag. Á þriðjudag verða ferðir vegna
Hamagangs á Óló sem hér segir:
Kl. 9.20 frá Siglufirði, Hlíðarvegi og Norðurgötu
kl. 9.40 allir nemendur og starfsmenn skólans mæta við Tjarnarstíg
Kl. 12.30 frá Ólafsfirði
Kl. 13.15 frá ólafsfirði
Miðvikudag er starfsdagur
Fimmtudag er skólaslitadagurinn.
Kl. 11.00 Skólaslit fyrir 1.-7. bekk við Tjarnarstíg fara fram í íþróttahúsinu
Ólafsfirði. Skólarútan fer frá Norðurgötu kl. 10.40 og til baka að athöfn lokinni.
Kl. 13.00 Skólaslit fyrir 1.-4. bekk við Norðurgötu fara fram í íþróttasalnum
Norðurgötu.
Kl. 17.00 Skólaslit unglingadeildar fara fram í Siglufjarðarkirkju. Þar fer fram útskrift nemenda og afhending
einkunna 8. og 9. bekkinga. Skóla-rútan fer frá Ólafsfirði kl. 16.40 og til baka að athöfn lokinni eða um klukkan 18.
Lesa meira
27.05.2014
Á morgun miðvikudag verða sýningar í skólahúsunum við Norðurgötu Siglufirði kl. 16 – 18 og við Tjarnarstíg
Ólafsfirði kl. 18 – 20. Ferðir skólabíls verða sem hér segir:
Frá Ólafsfirði kl. 15.45
Frá Siglufirði kl. 17.45
Frá Ólafsfirði kl. 19.45
Lesa meira
22.05.2014
Fréttir af skólastarfinu við Norðurgötu hafa verið nokkuð reglulega settar inn á heimasíður bekkjanna í vetur. Hér eru hlekkir inn
á hvora síðu.
1.-2. bekkur: /s05
3.-4. bekkur: /s04
Lesa meira
22.05.2014
6. og 7. bekkur fóru í fatasund í sundtíma í morgun. Sólin skein glatt og myndaðist frábær stemming hjá nemendum sem voru duglegir
sprikla í sundlauginni í fullum klæðnaði. Myndirnar tala sínu máli og er hægt að sjá þær hér.
Lesa meira
21.05.2014
Fyrr í vikunni fengur vinaliðar skólans ferð að launum fyrir vel unnin störf. Þau eyddu deginum á Akureyri þar sem ýmislegt skemmtilegt var
brallað en myndir af deginum er hægt að sjá hér. Það hefur verið í höndum Maríu
B. Leifsdóttur að halda utanum verkefnið og vinaliðana og er hún hæstánægð með vinnuframlag vinaliðana og þátttöku
nemenda.
Lesa meira
20.05.2014
Minnum á aðalfund foreldrafélagsins í skólahúsnæðinu við Norðurgötu í kvöld kl 20:00
Lesa meira
18.05.2014
Bestu þakkir til allra þeirra sem tóku
á móti nemendum 10.bekkjar í starfskynningu. Án velvilja og hjálpsemi samfélagsins væri þetta ekki hægt.
Takk fyrir
okkur
Grunnskóli
Fjallabyggðar.
Sjá fleiri myndir í lesa meira
Lesa meira
20.05.2014
Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar boðar til aðalfundar ÞRIÐJUDAGINN 20. maí KL 20:00
Fundurinn verður haldinn í skólahúsinu Norðurgötu á Siglufirði.
Fundarefni:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Kosning stjórnarmanna 5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga 6. Kosning fulltrúa í skólaráð,
skv. starfsreglum félagsins 7. Önnur mál
Fyrir hönd stjórnar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar, Gunnar Smári Helgason formaður
Lesa meira
13.05.2014
Í þessari viku er hin áralega starfskynning 10. Bekkinga. Nemendur fara í ýmis fyrirtæki í Fjallabyggð og vinna í
fjóra daga á tveimur starfsstöðvum. Úrval starfsstöðva er fjölbreytt og spennandi og þykir m.a. grunn- og leikskólinn
spennandi staður fyrir starfskynningu. Í morgun mættu fjórir 10. bekkingar við Tjarnarstíginn og munu þeir aðstoða við kennslu
yngri nemenda.
Lesa meira