07.02.2014
Dagana 4. og 5. febrúar var boðið upp á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur í 5.-10. bekk hér í skólanum.
Kristín Tómasdóttir rithöfundur hélt námskeiðið en Kristín er með BA-próf í kynjafræði og sálfræði og hefur unnið mikið með unglingsstúlkur og
sjálfsmynd. Kristín byggði námskeið sitt mikið út frá fræðslubókunum sem hún hefur gefið út fyrir stelpur.
Námskeiðið tókst mjög vel og höfðu stúlkurnar mikla ánægju af heimsókn Kristínar sem náði vel til þeirra
í spjalli um sjálfsmyndina og hvernig mætti hafa jákvæð áhrif á hana.Mæting á námskeiðið var mjög
góð.
Námskeiðið var
stúlkunum að kostnaðarlausu en það voru fyrirtæki og félagasamtök í Fjallabyggð sem styrktu verkefnið og kunnum við þeim bestu
þakkir fyrir.
Hægt er að sjá myndir frá námskeiðinu hér.
Lesa meira
06.02.2014
Vinaliðaverkefni skólans hófst s.l. þriðjudag við skólahúsnæðið
í Tjarnarstíg og er það María B. Leifsdóttir sem heldur utanum verkefnið. Henni til aðstoðar var kosið 16 nemendur úr 5. -7. bekk sem
sjá um ýmsa leiki úti í löngu frímínútum þrisvar sinnum í viku. 23. janúar s.l var farið með vinaliða á
leikjanámskeið á Þelamörk þar sem þeir voru undirbúnir fyrir verkefnið. Hér vinstra megin á
síðunni má sjá
Lesa meira
04.02.2014
Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17:30 verður söng- og hæfileikakeppni grunnskólans haldin í Tjarnarborg.
Keppendur koma úr 1.-6. bekk og taka þátt ýmist einir eða í hóp.
Rúta fer frá Torginu kl. 17:00 og heim aftur að keppni lokinni.
Enginn aðgangseyrir
Allir velkomnir!
Lesa meira
03.02.2014
Foreldrafundur verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20 í Tjarnarborg. Kristín
Tómasdóttir rithöfundur flytur erindi undir yfirskriftinni:
,,Hvernig getum við haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd unglinga?"
Skólastjóri
Lesa meira
29.01.2014
Því miður þarf að fresta Söng- og hæfileikakeppni skólans um viku vegna forfalla. Okkur þykir leiðinlegt að þurfa að gera
þetta með svona stuttum fyrirvara en það er samt sem áður óhjákvæmilegt. Keppnin verður því haldin eftir viku, fimmtudaginn 6.
febrúar kl. 17:30 í Tjarnarborg.
Lesa meira
06.02.2014
Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17:30 verður söng- og hæfileikakeppni
grunnskólans haldin í Tjarnarborg.
Keppendur koma úr 1.-6. bekk og taka þátt ýmist einir eða í
hóp.
Rúta fer frá Torginu kl. 17:00 og heim aftur að keppni lokinni.
Enginn aðgangseyrir
Allir velkomnir!
Lesa meira
27.01.2014
Skákdagur Íslands er þann 26. janúar á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar.
Teflt var í 1. - 4. bekk í dag.
Lesa meira
23.01.2014
Í skólanum okkar eru hressir nemendur með sköpunargáfuna í lagi. Hér má sjá afraksturs þæfingar þar sem hver nemandi
skapaði sína persónu eftir sínu höfði.
Lesa meira
21.01.2014
Í dag er uppbyggingardagur í Grunnskóla Fjallabyggðar. Í tilefni dagsins lögðum við
áherslu á grunnþarfirnar fimm.
Áhrifsþörf
Frelsisþörf
Umhyggjuþörf
Gleðiþörf
Öryggisþörf
Hver þörf á sér tákn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og unnu nemendur mismunandi verkefni sem
snéru flest að táknum þarfanna. Nemendum var blandað saman í hópa óháð bekkjum og fór hluti af
9. og 10. bekk í skólahúsin við Tjarnarstíg og Norðurgötu og aðstoðuðu yngri nemendur. Samvinna nemenda var til fyrirmyndar og greinilegt að
nemendur voru tilbúnir að skilja mismunandi þarfir annarra og taka tillit til hvers annars.
Myndir frá Ólafsfirði má sjá hér og frá
Siglufirði hér.
Lesa meira