05.05.2014
Úrslit stærðfræðikeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og MTR í samstarfi fyrir 9.bekkinga á svæðinu fór fram
í bóknámshúsi fjölbrautarskólans s.l. föstudag 2.maí.
Björn Vilhelm Ólafsson, Sara María Gunnarsdóttir og Þorgeir Örn Sigurbjörnsson úr Grunnskóla Fjallabyggðar komust öll í
úrslit og stóðu sig vel. Björn Vilhelm lenti í 1.sæti og hneppti þar með sigurinn af 170 nemendum sem upphaflega tóku þátt. Við
óskum krökkunum öllum til hamingju með frábæran árangur og Birni Vilhelm til hamingju með sigurinn.
Lesa meira
28.04.2014
Dagana 25 mars -10 apríl tók 5. bekkur í Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í söfnuninni,“Börn hjálpa
börnum“en það er söfnun sem 5. bekkur tekur þátt í ár hvert og er á vegum ABC barnahjálp.
Krakkarnir voru einstaklega dugleg og söfnuðu þau hvorki meira né minna en 195.805 krónum.
Enn ánægjulegra er að þetta er hugsanlega met frá upphafi söfnunar hjá ABC þ.e. að hvert barn
í 5.bekk safnaði 12.230 kr!!
Það var mikið á sig lagt og baukarnir fylltir af mikilli elju.
5.bekkur þakkar öllum þeim sem tóku vel á móti þeim þegar bankað var á hurð þeirra og
beðið var um aðstoð til hjálpar bágstöddum börnum úti í heimi.
Bestu þakkir
Lesa meira
25.04.2014
Í dag er umhverfisdagur og af því tilefni fóru nemendur við Tjarnarstíg út um miðjan morgun og gerðu fínt í næsta
nágrenni við skólann. Það var þó heldur fámennur hópur þar sem meirihluti nemenda við Tjarnarstíg er á Andrésar
Andarleikunum. Afraksturinn lét þó ekki á sér standa og að launum var svo boðið upp á ýmsa skemmtilega afþreyingu það sem
eftir var skóladags.
Fleiri myndir af deginum er hægt að sjá hér.
Lesa meira
22.04.2014
Forkeppni Stærðfræðikeppni 9. bekkinga 2014 var haldin í mars. Keppnin er samstarfsverkefni FNV og MT við grunnskóla á Norðurlandi vestra,
Fjallabyggð og Dalvík. Að þessu sinni tóku um 170 nemendur þátt.
Þrír nemendur við skólann voru í 15 efstu sætunum en það eru þau:
Björn Vilhelm Ólafsson, Sara María Gunnarsdóttir og Þorgeir Örn Sigurbjörnsson
Við óskum þessum keppendum innilega til hamingju með árangurinn.
Úrslitakeppnin fer síðan fram í maí.
Lesa meira
11.04.2014
Í gær var haldin vorhátíð nemenda í 1. - 7. bekk fyrir fullum sal í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Nemendur stóðu sig með stakri
prýði og gerðu kvöldið einstaklega skemmtilegt. Kærar þakkir til allra þeirra sem komu og áttu með okkur góða stund. Hægt er
að sjá myndir frá nemendasýningunni um morguninn hér.
Framundan er páskafrí og hefst skóli aftur þriðjudaginn 22. apríl.
Gleðilega páska
Lesa meira
10.04.2014
VORHÁTÍÐ
Grunnskóla Fjallabyggðar
Fimmtudaginn 10. apríl kl. 18 verður vorhátíð 1.-7. bekkjar haldin í
Tjarnarborg í Ólafsfirði
Aðgangseyrir:
Nemendur 8.-10. bekkjar 500 krónur
16 ára og eldri 1500 krónur
Rúta fer frá Torginu kl. 17:30 og til baka að sýningu lokinni.
Allir velkomnir!
Lesa meira
04.04.2014
Grunnskóli Fjallabyggðar hefur það að markmiði að starfa að
einurð gegn einelti og vinnur því samkvæmt Olweusaráætlun. Einn hluti Olweusaráætlunarinnar er að leggja fyrir nemendur 5 – 10 bekkjar
rafræna nafnlausa könnun um eineltisvandann o.fl. í formi sérhannaðs spurningalista. Þessi könnun er lögð fyrir árlega og er ætlun hennar
að finna einelti og koma í veg fyrir það. Hér má sjá niðurstöður síðustu eineltiskönnunar.
Lesa meira
03.04.2014
Örlygur Kristfinnsson, höfundur bókarinnar Saga úr Síldarfirði heimsótti 1.- 4. bekk.
Bókin er verkefni í Byrjendalæsinu þessa viku og eru krakkarnir að vinna ýmis verkefni sem tengjast sögunni.
Lesa meira
02.04.2014
Nú eru komnar inn myndir frá skíðadeginum í Skarðsdal, þær má finna hér.
Lesa meira
01.04.2014
Í dag var skíðadagur hjá yngra stiginu og fór 1. -4. bekkur í Tindaöxl og 5. -7. bekkur í Skarðsdalinn. Veðrið lék við
mannskapinn með logni, sól og smá þokulæðing. Leikgleðin réði ríkjum í dag og laðaði fram bros á vör hjá
mörgum. Myndir úr Tindaöxl eru komnar inn hér og vonandi berast myndir úr Skarðsdalnum síðar.
Lesa meira