Fréttir

Skólasetning nk. mánudag

Skólinn verður settur mánudaginn 26. ágúst sem hér segir.     8.-10. bekkur við Hlíðarveg Siglufirði kl. 10.00 Skólarúta fer frá skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði kl. 9.40 og til baka eftir skólasetningu kl. 10.30.   1.-4. bekkur við Norðurgötu Siglufirði kl. 11.00   1.-7. bekkur við Tjarnarstíg Ólafsfirði kl. 13.00 Skólarúta fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði kl. 12.40 og til baka eftir skólasetningu kl. 13.30   Nemendur 1.bekkjar verða boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara.   Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 27.ágúst n.k.   Með von um góðan og farsælan vetur og gott samstarf.   Skólastjórnendur.
Lesa meira

Skólaárið 2013-2014

Nú stendur yfir vinna við að skipuleggja næsta skólaár. Skóladagatal næsta vetrar má finna  hér . Eins geta foreldrar nálgast innkaupalista bekkjanna  hér . Við vonum að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í sumarfríinu.  
Lesa meira

Skólaslit og akstur

Skólaslitin fara fram föstudaginn 7. júní á starfsstöðvunum þremur sem hér segir: Kl. 11.00 í íþróttahúsinu Tjarnarstíg fyrir yngri deildina  Ólafsfirði Kl. 13.00 í íþróttasalnum Norðurgötu fyrir yngri deildina Siglufirði Kl. 17. 00 í Siglufjarðarkirkju fyrir unglingadeildina Skólaakstur á skólaslitin 7. júní verða sem hér segir: Kl. 10.35 frá Norðurgötu Siglufirði Kl. 11.40 frá Tjarnarstíg Ólafsfirði Kl. 16.35 frá Tjarnarstíg Ólafsfirði Kl. 18.15 frá Torginu Siglufirði
Lesa meira

Starfskynningar

Undanfarna fjóra daga hafa nemendur 10. bekkjar verið í starfskynningum hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í sveitarfélaginu. Nemendur eru við störf tvo daga í senn hjá hverju fyrirtæki, taka þar þátt í daglegum verkefnum og kynnast starfseminni. Nemendum finnst þetta mjög áhugavert og stundum fá nemendur sumarstörf hjá viðkomandi fyrirtæki í kjölfar starfskynningarinnar.
Lesa meira

Skemmtileg árshátíð

Nemendur eldri deildar héldu árshátíð sína í Tjarnarborg í síðustu viku. Fór hún vel fram og gestir skemmtu sér vel. Matarnefndin útbjó glæsilegan veislumat sem rann ljúft niður og nemendur buðu uppá skemmtiatriði.
Lesa meira

Árshátið eldri deildar á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 23.maí kl. 18.15, verður árshátíð eldri deildar í Tjarnarborg. Á matseðli kvöldsins er hátíðarmatur og ís á eftir. Nemendur í 10.bekk mega taka með sér tvo gesti hver. Foreldrar nemenda í 8.-9. bekk geta keypt sig inn á skemmtiatriðin og sitja þá uppi á svölum. Aðgangseyrir fyrir nemendur og gesti 10.bekkinga er 2000 kr.  Aðgangseyrir á skemmtiatriðin ein og sér (fyrir foreldra 8. og 9.bekkjar) er 1000 kr. Ekki er ætlast til að börn yngri en nemendur á unglingastigi komi á árshátíðina þannig að yngri systkini geta ekki verið gestir 10.bekkinga. Skipulag árshátíðar er með eftirfarandi sniði: kl. 17.45                               Rúta fer frá Torginu Siglufirði kl. 17.45                               Húsið opnar kl. 18.15                               Borðhald hefst kl. 19.30                               Skemmtidagskrá hefst kl. 21.00                               Diskó hefst -  Plötusnúður í boði Neon kl. 22.30                               Diskói lýkur – Rúta til Siglufjarðar  
Lesa meira

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Grunnskólans var samþykkt á starfsmannafundi 18. apríl sl. og er hún nú komin á heimasíðuna. Hægt er að sjá hana hér. Fundagerðir skólaráðs eru einnig birtar hér á heimasíðunni en þær er hægt að nálgast hér.
Lesa meira

Fjölmenni á Stórsýningardegi

Það er óhætt að segja að skólahúsin hafi iðað af lífi síðasta laugardag en þá sýndu nemendur afrakstur vinnu sinnar þennan veturinn á hinum árlega Stórsýningardegi. Fjölmargir bæjarbúar lögðu leið sína í skólann til að skoða glæsilega muni og myndir sem búið var að stilla upp. Einnig voru ýmis önnur námstengd verkefni til sýnis og yngri bekkirnir buðu upp á atriði í sínum stofum.  Vandaðar teikningar frá nemendum eldri deildar Smíðamunir og handvinna frá 3. og 4. bekk
Lesa meira

Akstur á morgun sýningadag

Frá Grunnskólanum Ólafsfirði kl. 10.45 Frá Grunnskólanum Norðurgötu Sigufirði kl. 11.45 Frá Grunnskólanum Ólafsfirði kl. 12.05 Frá Grunnskólanum Norðurgötu Siglufirði kl. 12.45 Frá Grunnskólanum Ólafsfirði kl. 14.45  
Lesa meira

Sýningardagur nemenda

Sýningardagur nemenda Grunnskóla Fjallabyggðar 2013   Næstkomandi laugardag 11. maí verður haldin sýning á verkum nemenda Grunnskóla Fjallabyggðar.   Sýnt verður í skólahúsinu við:   Norðurgötu,  Siglufirði  kl. 11-13  Tjarnarstíg,  Ólafsfirði   kl. 13-15     Allir velkomnir skólastjóri
Lesa meira