16.05.2013
Jafnréttisáætlun Grunnskólans var samþykkt á starfsmannafundi 18. apríl sl. og er hún nú komin á heimasíðuna. Hægt
er að sjá hana hér.
Fundagerðir skólaráðs eru einnig birtar hér á heimasíðunni en þær er hægt að nálgast hér.
Lesa meira
13.05.2013
Það er óhætt að segja að skólahúsin hafi iðað af lífi síðasta laugardag en þá sýndu nemendur afrakstur vinnu
sinnar þennan veturinn á hinum árlega Stórsýningardegi. Fjölmargir bæjarbúar lögðu leið sína í skólann til að
skoða glæsilega muni og myndir sem búið var að stilla upp. Einnig voru ýmis önnur námstengd verkefni til sýnis og yngri bekkirnir buðu upp
á atriði í sínum stofum.
Vandaðar teikningar frá nemendum eldri deildar
Smíðamunir og handvinna frá 3. og 4. bekk
Lesa meira
10.05.2013
Frá Grunnskólanum Ólafsfirði kl. 10.45
Frá Grunnskólanum Norðurgötu Sigufirði kl. 11.45
Frá Grunnskólanum Ólafsfirði kl. 12.05
Frá Grunnskólanum Norðurgötu Siglufirði kl. 12.45
Frá Grunnskólanum Ólafsfirði kl. 14.45
Lesa meira
09.05.2013
Sýningardagur nemenda
Grunnskóla Fjallabyggðar 2013
Næstkomandi laugardag 11. maí verður haldin sýning á verkum nemenda Grunnskóla
Fjallabyggðar.
Sýnt verður í skólahúsinu við:
Norðurgötu, Siglufirði kl. 11-13
Tjarnarstíg, Ólafsfirði kl. 13-15
Allir velkomnir
skólastjóri
Lesa meira
08.05.2013
Ólöf Kristín umsjónarkennari í 1. og 2. bekk, Olga Gísladóttir, Jónína Kristjánsdóttir ásamt
nemendum í 1. og 2. bekk.
Guðný Ágústsdóttir tók nokkra myndir í skólanum hjá okkur í dag og hægt er að sjá
þær hér.
Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við Alcoa Fjarðarál, Dynjanda ehf, EFLA verkfræðistofu, Eflingu stéttafélag, HB Granda,
Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínuna, Tryggingamiðstöðina, Umferðarstofu og Þekkingu, gefa þessa dagana öllum skólum á landinu endurskinsvesti
til að nota í vettvangsferðum barna í 1. bekk. Um 4500 börn eru í árganginum á landinu öllu.
Þema þessa verkefnisins er „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim og
á það ekki síst við um þau sem eru að hefja skólagöngu sína.
Vettvangsferðir eru rótgróinn hluti af skólastarfi. Til að tryggja öryggi nema meðan á þeim stendur er mikilvægt að þeir
séu vel sýnilegir. Ökumenn sjá einstaklinga með endurskin fimm sinnum fyrr en þá sem eru ekki með neitt.
Vestin eru af vandaðri gerð og er það von þeirra sem að átakinu standa að þau nýtist skólunum næstu árin.
Endurskinsvesti ætti að nota allt árið um kring.
Það er von allra sem að verkefninu koma að það verði til þess að auka öryggi barna í umferðinni.
Lesa meira
07.05.2013
Í dag veittu fulltrúar nemenda í unglingadeild styrk viðtöku að upphæð kr. 100.000 frá Sparisjóði Siglufjarðar.
Afmælisnefnd Sparisjóðsins afhenti styrkinn í tilefni af 140 ára afmæli Sparisjóðs Siglufjarðar.
Grunnskóli Fjallabyggðar þakkar stuðninginn við ferð nemenda á Skólahreystikeppnina í Reykjavík fimmtudag 2. maí sl.
Það er ánægjulegt fyrir skólann að hafa átt lið í þeirri keppni og mikilvægt að geta fylgt því eftir með
stuðningsmannaliði. Stuðningur Sparisjóðs Siglufjarðar og fleiri aðila í Fjallabyggð gerður það mögulegt.
Lesa meira
06.05.2013
Sýningardagur nemenda
Grunnskóla Fjallabyggðar 2013
Næstkomandi laugardag 11. maí verður haldin sýning á verkum nemenda Grunnskóla
Fjallabyggðar.
Sýnt verður í skólahúsinu við:
Norðurgötu, Siglufirði kl. 11-13
Tjarnarstíg, Ólafsfirði kl. 13-15
Allir velkomnir
skólastjóri
Lesa meira
06.05.2013
Úrslit Skólahreystis fóru fram í beinni útsendingu á Rúv frá
Laugardalshöll sl. fimmtudag. Um fjögurþúsund stuðningsmenn og áhorfendur komu í Höllina og stemningin og fjörið var engu líkt. Nemendur
unglingadeildarinnar í Gr. Fjallabyggðar mættu á staðinn og hvöttu áfram sitt lið sem stóð sig með sóma.
Tólf skólar kepptu til úrslita.
Skólarnir sem kepptu voru:
Egilsstaðaskóli,Vallaskóli,Lindaskóli,Laugalækjarskóli,Gr.á
Ísafirði,Grundaskóli,Breiðholtsskóli,Holtaskóli,Gr.Fjallabyggðar,Síðuskóli,Varmárskóli og Myllubakkaskóli.
Eftir ótrúlega spennandi keppni var það Holtaskóli sem endaði í fyrsta sæti
með 53,5 stig en Grunnskóli Fallabyggðar endaði í 11. sæti með 27 stig.
Sveinn Andri nemandi úr 10. bekk sendi okkur myndir og hægt er að sjá hluta af þeim hér.
Til hamingju með flottan árangur krakkar!
Lesa meira
03.05.2013
Nemendur við Norðurgötu gerðu tilraunir og skúlptúra úr snjó
Lesa meira
02.05.2013
Í morgun heimsótti Einar Mikael nemendur
Grunnskólans og sýndi þeim nokkur töfrabrögð. Einar mun svo vera með sýningu í Allanum á Siglufirði og byrjar
hún kl 19:30. Miðaverð er
1500 kr. Nánari upplýsingar er hægt að finna á tofrabrogd.is
Myndir frá Hlíðarvegi og Tjarnarstíg eru komnar inn í myndaalbúmið.
Nemendur við Norðurgötu
Nemendur við Tjarnarstíg
Nemendur við Hlíðarveg
Lesa meira