11.03.2013
Á morgun þriðjudaginn 12. mars kl 14:00 fer fram Lokahátið stóru upplestrarkeppninnar í Tjarnarborg.
Fyrir hönd skólans munu keppa þau:
Álfheiður Agla Oddbjörnsdóttir
Guðmundur Árni Andrésson
Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir
Þórey Hekla Ægisdóttir
Varamaður verður
Helgi Fannar Jónsson
Lesa meira
07.03.2013
Skólaakstri frestað vegna bilunar í skólabíl en nemendur mæta í skólann í sínum heimabæ. Akstur hefst um leið og
búið er að útvega annan bíl.
Lesa meira
06.03.2013
Skólaakstur fellur niður í Fjallabyggð í dag miðvikudaginn 6. mars.
Lesa meira
05.03.2013
Skólaakstur fellur niður í Fjallabyggð í dag þriðjudaginn 5. mars
2013
Lesa meira
12.03.2013
Lokahátið stóru upplestrarkeppninnar sem vera átti á morgun verður frestað um viku.
Hún mun fara fram í Tjarnarborg þriðjudaginn 12. mars kl:14:00
Lesa meira
04.03.2013
Skólaakstur fellur niður í Fjallabyggð í dag mánudaginn 4. mars vegna
veðurs.
Lesa meira
27.02.2013
Seinnipartinn í dag og á morgun fimmtudag munu umsjónarkennarar bjóða nemendum og forráðamönnum
þeirra í foreldraviðtöl. Á föstudaginn er svo skipulagsdagur kennara og frí hjá
nemendum. Morgunrútan kl 7:35 fellur niður af þessum sökum og einnig fellur niður rútuakstur
félagsmiðstöðvarinnar á föstudags- og mánudagskvöld vegna SamFestingsins.
Lesa meira
21.02.2013
Í dag var hreystidagur hjá eldri deildinni og var hann tileinkaður útivist og skíðaiðkun. Veðrið lék við okkur og allir skemmtu sér
hið besta. Hægt var að velja á milli þess að fara á skíði, bretti eða sleða á skíðasvæðinu í Skarðinu,
á gönguskíði við Hól eða í gönguferð eftir Ríplunum og alla leið upp í Skarð. Flestir voru í Skarðinu og var
virkni nemenda til fyrirmyndar.
Það var mikið líf og fjör í Skarðinu og allir skemmtu sér hið besta
Lesa meira
20.02.2013
Á dögunum var haldið þorrablót hjá krökkunum í 1.-4. bekk við Norðurgötu. Komið var saman í íþróttasalnum
með þorrakræsingar að heiman, sungin nokkur þorralög við undirleik Tóta kennara og nokkrir eldri borgarar komu í heimsókn.
Lesa meira
20.02.2013
Í gær var haldin undankeppni Stóru Upplestrarkeppninnar hér við Grunnskólann. Það eru nemendur 7. bekkjar sem taka
þátt í keppninni. Meginmarkmið verkefnisins er að efla íslenskt mál og færni nemenda í notkun þess. Vandvirkni og
virðing eru aðalsmerki starfsins og mikil vinna og metnaður er lagður í undirbúning fyrir keppnina. Fjórir nemendur og einn varamaður voru valin í
gær til að keppa fyrir hönd skólans í Stóru Upplestrarkeppninni sem haldin verður í Tjarnarborg 5. Mars n.k.
Álfheiður Agla Oddbjörnsdóttir
Guðmundur Árni Andrésson
Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir
Þórey Hekla Ægisdóttir
Varamaður verður
Helgi Fannar Jónsson
Hægt er að sjá fleiri myndir hér.
Lesa meira