Fréttir

Skólahreystikeppni

Skólahreysti unglingadeildarinnar fór fram í íþróttahúsinu á Ólafsfirði í morgun. Nemendur í 7.-10. bekk tóku þátt og stóðu sig frábærlega. Úrslitin urðu þessi:  
Lesa meira

Glæsileg piparkökuhús

Nemendur í matreiðsluvali í 9. og 10. bekk taka þessa dagana þátt í samkeppni um fallegasta piparkökuhúsið.  Þau hafa notað kennslustundir í matreiðslu í desember til að hanna og baka þessi hús.
Lesa meira

Litlu jólin

Litlu jólin verða haldin föstudaginn 17. desember sem hér segir: yngri deild kl:16:00 eldri deild kl: 18:30
Lesa meira

Skemmtilegt knattspyrnumót

Í vikunni fór fram knattspyrnumót hjá 7.-10. bekk.  Það voru nokkrir nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga sem stóðu fyrir þessum viðburði og var þetta hluti af námi þeirra.  Mótið fór í alla staði vel fram og hart var barist. 
Lesa meira

Grænfána flaggað í annað sinn

Grunnskóli Fjallabyggðar flaggaði græna fánanum  í annað sinn. Græni fáninn er liður í alþjóðlegu verkefni þar sem áhersla er lögð á umhverfismennt og að styrkja umhverfisstefnu.lNorðurlandsfundur Landverndar um skóla á grænni grein var einnig  haldin síðastliðin þriðjudag í Grunnskólanum. Um 70-80 manns mætti á fundinn.
Lesa meira

Nemendur frá Grunnskólanum fóru og kepptu í Stíll 2010

Nú á dögunum fór fram keppni félagsmiðstöðva í Stíl. Stíll er keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppninnar og í hverju liði mega vera 2-4 einstaklingar, þar af eitt módel. Keppt hefur  verið í Stíl undir formerkjum Samfés og ÍTK frá því á árinu 2000 en löng hefð hefur verið í Kópavogi sambærilegri keppni.
Lesa meira

Vel heppnaður hreystidagur

Nemendur yngri deilda hittust á Ólafsfirði sl. fimmtudag en þá fór fram hreystidagur nóvembermánaðar. Fjórir póstar voru boði. Á Gullatúni er flott brekka sem krakkarnir renndu niður á plastpokum, sundlaugin og heitu pottarnir voru vel nýttir, margir reyndu fyrir sér á gönguskíðum, sumir í fyrsta sinn, og allir fóru í Tarsan leik í íþróttasalnum. Það er okkar mat að þessi dagur hafi heppnast mjög vel og allir hafi skemmt sér konunglega. Myndir frá deginum eru í vinnslu.  
Lesa meira

7. bekkur í Reykjaskóla

Þessa vikuna er 7. Bekkur skólans staddur í skólabúðunum í Reykjaskóla ásamt nemendum frá Ingunnarskóla og Sæmundarskóla. Alls eru 98 krakkar í búðunum og lætur okkar fólk vel af dvölinni.  
Lesa meira

Meðal 5 efstu í Myndbandakeppni grunnskólanna 2010

Nú eru úrslit í Myndbandakeppni grunnskólanna 2010 ljós.  Nemendur í  Grunnskóla Fjallabyggðar áttu þar myndband meðal þeirra 5 efstu í yngri flokknum.   
Lesa meira

Hreystideginum hjá yngri deildinni frestað fram í næstu viku

Hreystidagurinn sem vera átti í dag var frestað fram í næstu viku hjá yngri deildinni sökum veðurs. Unglingadeildin nýtir sér miðvikudag og fimmtudag til að fara í íþróttahúsið og spreyta sig við skólahreystibraut.
Lesa meira