Fréttir

Söng- og hæfileikakeppnin

Söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar var haldin í Tjarnarborg í gær að viðstöddu fjölmenni þar sem rúmlega 50 þátttakendur kepptu í 28 atriðum. Flestir keppendur sungu en einnig voru sýnd dansatriði og spilað á hljóðfæri. Allir keppendur fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna auk þess sem veitt voru verðlaun, bæði fyrir hópatriði og einstaklingsatriði.
Lesa meira

Söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 10. febrúar kl. 17.30 verður söng- og hæfileikakeppni grunnskólans haldin í Tjarnarborg. Keppendur koma úr 1.-10. bekk og taka þátt ýmist einir eða í hóp. Rúta fer frá Torginu kl. 17.00 og heim aftur að keppni lokinni.   Enginn aðgangseyrir - allir velkomnir.
Lesa meira

Þorrablót yngri deildar á Sigló

Í morgun var haldið glæsilegt þorrablót hjá yngri deildinni á Siglufirði.  Nemendur komu með þjóðlegt og kjarngott nesti með sér í tilefni dagsins s.s. harðfisk, hákarl, súra punga, hangikjöt, flatbrauð, rúgbrauð, slátur o.fl.
Lesa meira

Sungið til sólarinnar

Samkvæmt venju fjölmenntu nemendur yngri deildarinnar á Siglufirði á kirkjutröppurnar og sungu til sólarinnar á sólardegi Siglfirðinga, þann 28. janúar.
Lesa meira

Leikhúsferð 4. og 5. bekkjar

Föstudaginn 28. janúar býður Rarik nemendum í 4. og 5. bekk að sjá sýninguna Bláa gullið á Akureyri.  Út frá sjónarhorni trúðsins er vatn skoðað á einlægan en trúðslegan hátt. Hvert ætli sé eðli vatns? Hvað er svona merkilegt við það? Hvað er úthaf og hvað er tár, hvað er foss og regn? Hvaðan kemur vatn og hvert fer það? Trúðnum er ekkert óviðkomandi og hann hikar ekki að leggja fram spurningar og vangaveltur um allt milli himins og jarðar.
Lesa meira

Rauðhetta í 2. bekk

Nemendur 2. bekkjar á Siglufirði settu á dögunum upp leikritið um Rauðhettu, léku þau það fyrst fyrir vini sína í 1. bekk og síðan fyrir foreldra. 
Lesa meira

Hreystideginum frestað

Ákveðið hefur verið að fresta hreystideginum um óákveðin tíma vegna snjóleysis.
Lesa meira

Hreystidagur yngra stigs

Hreystidagur hjá yngra stigi verður miðvikudaginn 26. janúar. Þann dag verður kennt skv. stundatöflu fram að löngufrímínútum og þá tekið nesti. Eftir það verður stefnan tekin upp í fjall og skíðað. Ólafsfirðingar fara á skíðasvæði Ólafsfjarðar og Siglfirðingar fara inn í Skarðsdal. Ef nemendur vilja ekki vera á skíðum þá er í boði að vera á þotu á Gullatúninu og á neðra svæðinu í Skarðsdal. Hádegismatur er kl. 12 og eftir það verður gripið í spil.
Lesa meira

Söng- og hæfileikakeppni

Þann 10. febrúar verður söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg. Þar geta nemendur komið og sýnt hvað í þeim býr, hvort sem er að syngja einir eða í hóp og eða sýna hæfileika sýna á annan hátt. Þeir sem ætla að taka þátt eru beðnir um að skrá sig hjá umsjónarkennara ekki seinna en 28. janúar. Sérstakur lagalisti er fyrir nemendur á yngra stigi, hann má sjá hjá umsjónarkennara. Hver nemandi getur aðeins tekið þátt í einu atriði.
Lesa meira

Verðlaunahafar

Hér er mynd frá afhendingu viðurkenninga vegna merkis Grunnskóla Fjallabyggðar.  Hákon og Andrea með viðurkenningar sínar.
Lesa meira