28.03.2011
Forinnritun
10. bekkinga fer fram dagana 21. mars til 1. apríl. Lokainnritun verður 3. til 9. júní. Innritun fer fram á netinu, á slóðinniwww.menntagatt.is. Á sama svæði má fá
upplýsingar um innritunina og nám í framhaldsskólum.
Nemendur sem eru að ljúka
grunnskóla eiga rétt á skólavist í framhaldsskóla. Nemendur í tilteknum grunnskólum hafa forgang að skólavist í
ákveðnum framhaldsskólum með hliðsjón af nágrenni við skóla, hefðum og samgöngum. Lágmark 40% nýnemaskulu
vera úr forgangsskólum, þ.e. sæki svo margir sem uppfylla inntökuskilyrði, um viðkomandi skóla. Nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Dalvíkurbyggðar eiga forgang að
skólavist í Menntaskólann á Tröllaskaga og í Verkmenntaskólann á Akureyri.
Til nánari
skýringar:
Lesa meira
28.03.2011
Grunnskóli Fjallabyggðar lenti í 3. sæti í Skólahreysti eftir að hafa haft leiðandi forustu fram á síðustu mínútur.
Okkar krakkar stóðu sig frábærlega og veittu svo sannarlega harða keppni. Aldrei hefur verið jafn naumt á stigum í Norðurlandsriðlinum
fyrr. Fyrir hönd skólans kepptu þau Arndís Lilja Jónsdóttir, Brynjar Már Örnólfsson, Magnús Andrésson og Kara
Gautadóttir.
Myndir og frekari upplýsingar um keppnina má sjá á skolahreysti.is og síðu
skólahreystis á facebook.com
Lesa meira
24.03.2011
Í gærkveldi hélt 7. - 10. bekkur árshátíð í Tjarnarborg og var það í höndum 10. bekkjar að halda utanum
hátíðina með aðstoð kennara og hinna bekkjana. Húsfylli var í Tjarnarborg þar sem nemendur, kennarar og foreldrar 10. bekkjar áttu saman
góða kvöldstund.
Lesa meira
23.03.2011
Í gær fór Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fram í Tjarnarborg en þar leiða saman hesta sína fulltrúar úr 7. bekk
og keppa í upplestri og framsögn. Keppnin er haldin meðal 7. bekkinga í skólum um allt land og síðan eru svæðiskiptar lokahátíðir.
Lesa meira
22.03.2011
Í gær fjölmenntu nemendur yngri deildarinnar á Sigló í Skarðið og áttu þar góða stund. Margir voru á
skíðum en aðrir á sleðum og þotum og prufuðu jafnvel bretti.
Lesa meira
19.03.2011
Leiklistarhópurinn mun frumsýna leikritið Iris
í vikunni 28. mars - 1. apríl. Leikritið er framlag Grunnskóla Fjallabyggðar í verkefninu Þjóðleikur sem er samstarfsverkefni
Þjóðleikhússins og grunnskóla á Norðurlandi. Í framhaldinu verður boðið upp á opnar sýningar á verkinu. Helgina 1. -
3. apríl mun hópurinn fara til Akureyrar og sýna á leiklistarhátið þar sem allir skólar á Norðurlandi sem taka þátt
í verkefninu Þjóðleik sýna verk sín.
Lesa meira
25.03.2011
Föstudaginn 25. mars fer Norðurlandskeppni
Skólahreystis fram á Akureyri. Farið verður með alla nemendur í 7. - 10. bekk á keppnina.
Lesa meira
23.03.2011
Miðvikudaginn 23. mars er ÁRSHÁTIÐ ELDRI DEILDAR
haldin í Tjarnarborg og opnar húsið kl. 18.00. Árshátíðinni lýkur kl. 22.30.
Lesa meira
22.03.2011
Þriðjudaginn 22. mars kl. 20.00 er fundur fyrir
foreldra nemenda í 9. og 10. bekk vegna forvarnarverkefnissins "Hugsað um barn". Fundurinn er haldinn í skólahúsinu við Hlíðarveg
Siglufirði.
Lesa meira
22.03.2011
Þriðjudaginn 22. mars fer fram lokakeppni Stóru
upplestrarkeppninnar þar sem nemendur í 7. bekkjum við utanverðan Eyjafjörð munu keppa til úrslita í upplestri.
Keppnin fer fram kl. 14.00 í Tjarnarborg Ólafsfirði. Kennslu á unglingastigi lýkur kl. 13.50 þennan dag.
Lesa meira