Fréttir

Nýtt merki

Rétt í þessu lauk afhendingu viðurkenninga fyrir merki Grunnskóla Fjallabyggðar. Eins og flestir muna var boðað til samkeppni s.l. vor á vegum fræðslu- og menningarnefndar Fjallabyggðar.  Tvær hugmyndir voru valdar og þeim steypt saman í eitt merki. Höfundar eru þau Hákon Leó Hilmarsson 8. bekk og Andrea Sif Hilmarsdóttir en hún er fyrrum nemandi Grunnskóla Ólafsfjarðar.  
Lesa meira

Að loknu jólafríi

Skóli hefst aftur að loknu jólafríi þriðjudaginn 4. janúar samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira

Bingótölur dagsins

Tölurnar á Þorláksmessu voru 52 - 17 - 64
Lesa meira

Gleðileg jól

Starfsfólk Grunnskólans óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Tölurnar 22. des

Bingótölur dagsins eru: 8 - 7 - 49
Lesa meira

Snarl

Ágætu íbúar Fjallabyggðar. Nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar munu dreifa blaðinu „Snarl“  í hús  núna fyrir jólin. Þetta er blað sem bekkurinn er að gefa út í tengslum við fjáröflun fyrir útskriftarferð í vor. Ákveðið hefur verið að dreifa blaðinu frítt í öll hús þessi jól þar sem við erum að kynna það hér á Siglufirði en þetta hefur verið hefð í 10. bekk í Ólafsfirði til nokkurra ára. Við viljum endilega halda þeirri hefð við í nýjum sameinuðum skóla okkar í Fjallabyggð. Vonandi hafið þið  ánægju af blaðinu okkar en það inniheldur ýmislegt tengt jólum, fréttir af okkar fólki í skólanum, viðtöl við ýmsa bæjarbúa og margt fl.,ásamt því að innihalda auglýsingar og jólakveðjur frá ýmsum fyrirtækjum hér í byggðarlaginu og utan þess.    Með óskum um gleðileg jól og þökkum fyrir veittan stuðning  Fh. 10. bekkjar.  Bjarkey Gunnarsdóttir og Erla Gunnlaugsdóttir.  
Lesa meira

Fleiri bingótölur

Tölur dagsins í Jólabingói 10. bekkjar eru þessar: 37 - 60 - 67
Lesa meira

Bingótölur 20. des.

Enn halda bingótölurnar áfram að koma upp úr hattinum, en aðeins þrjár á dag.  Þetta eru tölur dagsins: 55 - 61 - 54
Lesa meira

Bingótölur 19. des

Nú styttist í að vinningarnir fari að tínast út í Jólaheimabingói 10. bekkjar og því verða aðeins þrjár tölur dregnar út á dag hér eftir.  Tölur dagsins eru: 41 - 72 - 45
Lesa meira

Jólaheimabingó 10. bekkjar

Jólaheimabingó 10. bekkjar hófst þann 13. desember og er enn í fullum gangi.  Veglegir vinningar eru í boði.  Á hverjum degi eru dregnar út átta tölur. 
Lesa meira