Fréttir

Lesið á Leikskálum

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, heimsóttu nemendur 6. bekkjar leikskólann á Siglufirði og lásu fyrir krakkana þar.  Var þeim vel tekið og hlýddu börnin af áhuga á gestina.
Lesa meira

Norræni loftslagsdagurinn

Norræni loftslagsdagurinn var þann 11. nóvember sl.  Í tilefni af honum var ýmislegt gert í skólanum eins og sjá má af þessari frétt af heimasíðu 1. bekkjar á Siglufirði.  Við erum búin að vera að fjalla um það hvað við erum heppin að búa á Íslandi, getum andað að okkur hreinu lofti. Við höfum líka rætt um hvað við þurfum að gera til þess að vernda landið og jörðina okkar. Í dag áttu allir nemendur í neðra húsi saman litla stund þar sem við önduðum að okkur hreinu lofti.  
Lesa meira

Hreystidagur á fimmtudag

Á fimmtudaginn verður hreystidagur í skólanum.  Yngri deildirnar munu þá eiga góðar stundir saman í Ólafsfirði, fara í sund, Tarzan leik í íþróttahúsinu, reyna sig á gönguskíðum og renna sér á pokum, þotum og öðru slíkum áhöldum á Gullatúni. 
Lesa meira

Endurskinsmerki og bílbelti

Það er kominn vetur og tími endurskinsmerkjanna genginn í garð. Með notkun endurskinsmerkja er hinn almenni vegfarandi að auka öryggi sitt til muna,  hann sést fimm sinnum fyrr þegar hann lendir í ljósgeisla bíls miðað við þann sem ekki er með endurskin. Ef endurskin er ekki til staðar á fatnaðinum þarf að hafa laus endurskinsmerki á sér. Merkin þurfa að vera þannig  staðsett að ljósgeisli frá bíl falli á þau hvort sem bíll kemur á móti eða aftan að vegfaranda.  
Lesa meira

Myndbandakeppni 66°NORÐUR

Síðustu misseri hefur staðið yfir myndbandakeppni 66°NORÐUR og er nú hafin netkostning þar sem valið er besta myndbandið. Nokkrir nemendur Grunnskólans tóku þátt í keppninni og hvetjum við alla til að kíkja á myndböndin og taka þátt í kostningunni á http://www.66north.is/
Lesa meira

Vetrarfrí

Vetrarfrí  skólans verður  1. og 2. nóvember, kennsla hefst aftur miðvikudaginn 3. Nóvember samkvæmt stundatöflu.    
Lesa meira

Þorgrímur Þráinsson í heimsókn

Í dag heimsótti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson Grunnskóla Fjallabyggðar.  Í morgun hitti hann nemendur yngri deildanna og las fyrir þá úr bók sinni Ertu Guð, afi? en fyrir hana hlaut hann Íslensku barnabókaverðlaunin fyrr á þessu ári.  Var lestrinum afar vel tekið. 
Lesa meira

Grænlensk menningarvika

Þessa viku er grænlensk menningarvika barna- og unglinga í Fjallabyggð. Grænlenskir listamenn eru hér í heimsókn, sýna grænlenska list og fræða börnin um Grænland, sögu þess og menningu.
Lesa meira

Hreystidagur eldri deildar

Það var líf og fjör á hreystidegi eldri deildar skólans sl. þriðjudag.  Nemendur gengu suður að Hóli og tóku þar þátt í Norræna skólahlaupinu.  Stóðu þeir sig mjög vel og skiluðu hátt í þúsund kílómetrum fyrir Íslands hönd.  Hægt var að velja um að hlaupa 2,5 km, 5 km eða 10 km og hlupu margir lengstu vegalengdina. 
Lesa meira

Leikhúsferð 1. -5. bekkjar

Miðvikudaginn 20. október var 1.- 5. bekk boðið í menningarhúsið Hof á Akureyri en þar fluttir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergei Prokofieff
Lesa meira